Afmæli og veislur Bakstur Börnin Diy Partý Tinna Veisla Veislur

Afmælispartý Elínar Köru – Blíða og Blær þema

Elín Kara mín varð 4 ára þann 8. október og ákvað hún að hafa Blíðu og Blæ þema. Hún hafði líka Blíðu og Blæ þema í 2 ára afmælinu sínu og kom það mér á óvart að hún skyldi velja þetta þema aftur þar sem hún horfir aldrei á þessa þætti lengur, en auðvitað fékk drottningin að velja þema alveg sjálf og þá fór mamman á fullt að versla fyrir veisluna. Ég keypti allt á Tenerife, við mamma leituðum af partýbúð og fundum eina sem var í Santa Cruz og skelltum okkur í hana og fundum allt sem við þurftum.

Ég keypti glös, diska, skraut, dúk, skeiðar, litla Blíðu og Blæ “kalla” til að setja á köku og fann allt sem ég hafði hugsað mér að nota og notaði svo Blíðu og Blær dúkkur sem Elín Kara á til að skreyta enn meira. Allt þetta kostaði um 6 þús kr. Það mætti segja að Blíða og Blær hafi ælt yfir stofuna okkar þennan dag og þetta var sjúklega flott, þó ég segi sjálf frá.

Afmælið heppnaðist mjög vel og var Elín Kara hæst ánægð með hvað þetta var flott allt saman. Við buðum upp á alls kyns gotterí og græjaði mamma kökurnar, en hún er nýlega búin að kaupa sér tæki og tól til þess að gera flottar kökur og heppnaðist þetta fáránlega vel hjá henni og hefur hún nú verið ráðin sem veitingastjóri til frambúðar hjá mér og mun græja allar kökur hér eftir, sorry mamma þú sleppur ekki upp úr þessu.

Svo saumaði mamma auðvitað Blíðu og Blæ föt fyrir Elínu Köru og Leu Þóru, þessi kona sko…. <3

En við buðum upp á afmælisköku, marengsköku staf, súkkulaði “fjarka”, grænmetisbakka og ídýfu, kókoskúlur, túnfisksalat og kex.
HÉR er uppskriftin af kókoskúlunum, þær eru æðislega góðar.

Við vorum vön því að halda frekar stór afmæli og buðum bæði fjölskyldu og vinum, en þetta er orðið svo ótrúlega mikið af fólki að við ákváðum í des 2017 þegar Óli Freyr átti afmæli að prófa að halda bara fyrir fjölskylduna og höfum gert það síðan, bara mjög lítið og kósy. Kannski munum við seinna byrja að halda tvö afmæli, eitt fyrir fjölskyldu og annað fyrir vini, en annars finnst okkur mjög kósý og þægilegt að gera þetta svona og þá er ekki jafn mikið brjálæði í gangi. Fjölskyldan okkar er bara orðin svo stór og svo mörg börn að krakkarnir hafa ekki einu sinni fattað að við byrjuðum að bjóða bara familýunni 🙂

 

En hér koma myndir frá veislunni

8C334F1E-254A-488C-980A-1CBEF83F66CD

1FE1BB75-F62D-4A1F-8920-1686E7E3079D

73531A55-E2A6-42BF-8BA3-BA2F130D451D

3D6F0228-1808-47A1-9529-2FD6A8039ABC

3E6C4219-7872-41EA-B36B-F3B3F005DCDB

80499F86-A478-493C-9D9D-F514618C375C

6653058A-25CA-40F1-A9CB-27415DF6D58C

039DBD15-2C4E-4E78-A118-FCC794BA0D51

73DA1448-031A-4D68-BF9A-DB1BC7F02261

911E300E-E9D3-4AC3-8EAB-0CBF5E943E72

96A81773-6EF4-4CA8-80E3-234F71EF5535

7D0F2040-707E-4E0C-8F25-D1BE950465A1

3A57322D-28C8-4F62-B89E-6B01D2F61FE9

854861AE-AB16-421B-A3EC-41DA148B844F

F5E64A6F-5ACD-4E94-AA49-72D859812E8F

E46B7B7F-5463-4B6E-A6DE-C7F6C7C36ECF

5ABB7A70-F542-4CDC-BD34-F73E5BC24F7C

465E388D-F3FC-429B-B7A1-78F7FB80D0F5

7A6C8EA6-703B-4FF6-97FD-3E8A29DA6539

E1E62A1E-03CC-49EA-9154-7E413C08DA5E

22FEA437-6274-43C7-A962-999ABD3B1712

5F6AC7EA-5B1E-45C7-ABF3-C50D6F8233EE

0424D733-39FD-4FE1-A5E7-DDE7D6FE3A6A

377B3F11-9A25-42DD-88ED-BF0F0A520527

 

 

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply