Heimilið Tinna

Æðislegar gardínur frá Aliexpress

Já þið lásuð rétt, frá Ali! Það hafa ótrúlega margir verið að spurja mig út í gardínurnar mínar og biðja um myndir og leiðbeiningar um hvernig eigi að panta, þannig að ég ætla að setja þetta allt saman fyrir ykkur hér 🙂

Ég er í hóp á Facebook sem heitir Skreytum hús. Ég elska að fylgjast með síðunni og fá hugmyndir þaðan.
Við fluttum í nýju íbúðina okkar í sumar og þurftum að kaupa gardínur. Ég fór að skoða alls konar tegundir hérna heima og mér brá heldur betur í brún þegar ég sá verðin í búðunum!
Svo mundi ég eftir því að hafa séð konu skrifa í Skreytum hús hópnum að hún hafi keypt sér gardínur á Aliexpress.
Ég hugsaði bara já, einmitt að ég ætli að kaupa mér gardínur þaðan. Ég elska að versla á Ali en mér fannst gardínur eitthvað aðeins meira mál heldur en dót og föt og þess háttar smotterí sem ég er vön að kaupa þaðan.

En svo sá ég fleiri og fleiri vera að mæla með þessum gardínum og sá myndir af þeim og heillaðist alveg, þannig að ég fór beint á Ali og sendi vini mínum honum David skilaboð (eða þú veist vinur og ekki vinur, hann var orðinn mjög þreyttur á mér í endann haha).
Löng saga stutt þá enduðum við á því að panta gardínur á alla íbúðina (5 stk í 4 glugga) fyrir heilar 43 þúsund krónur!!
Á meðan að EITT stykki í svefnherbergið hjá okkur kostar 44 þúsund krónur í búð hérna heima. Þær líta alveg eins út, nema mínar eru frá Ali 😉

Þær voru u.þ.b. 10 daga á leiðinni og voru sendar með hraðsendingu.

Ég var svo fegin þegar þær mættu á svæðið en á sama tíma skíthrædd að þær myndu ekki passa því ég var búin að vera hræra í þessu og mæla vitlaust og senda David baby endalaust af skilaboðum að breyta mælingunum mínum (ég er svo fljótfær að auðvitað mældi ég allt vitlaust fyrst) þannig ég var viss um ég væri alveg búin a klúðra þessu. EN svo komu þær og eru allar fullkomnar og vá hvað ég elska þær! 🙂

Það fyndna við þetta er að kostnaðurinn er c.a. svona: gardínurnar sjálfar 14 þúsund, sendingin 20 þúsund og tollur 9 þúsund.
Gardínurnar voru sem sagt hræódýrar, 5 stykki fyrir 14 þúsund! Pælið í þessum verðmuni..

Þær eru svo flottar og ég mæli með að skoða leiðbeiningarnar vel á Ali, en það þarf sem sagt að senda einkaskilaboð á fyrirtækið og senda málin og fleira (sjá leiðbeiningar-video á síðunni).

Myndir og linkur koma hér fyrir neðan.

https://www.aliexpress.com/item/Europe-USA-Canada-Israel-Mexico-quality-roller-zebra-blind-and-zebra-curtain-manufacture/1365635475.html?spm=2114.13010608.0.0.uHbykP

1

Eldhúsgardínurnar.

2

Stofugardínurnar. Svona lítur þetta út þegar maður er með dregið fyrir. Skuggarnir sem sjást er kisuparadísin sem er á pallinum 😛

3

Svefnherbergið okkar Arnórs. Finnst svo skemmtilegt að geta haft þær svona hálf niðri en samt svo bjart inni út af þær eru svona zebra 🙂

4

Barnaherbergið. Stundum er maður ekki í stuði til að hafa dregið frá þannig að mér finnst þetta æði. Það eru oft vinnumenn fyrir utan hjá okkur að labba framhjá þannig að ég er oft með þetta svona inni hjá þeim. Mjög bjart inni en samt dregið fyrir og erfitt fyrir þá sem labba fram hjá að sjá inn!

Já þar hafið þið það, ég get ekki útskýrt nógu vel hvað ég er sjúklega ánægð með þetta! Eitt sem mig langar að taka fram, þetta eru ekki myrkrunargardínur þannig að yfir sumarið þarf að vera með gardínustöng og gardínur yfir (eins og við erum með í barnaherberginu). En eins og er þá er þetta meira en nóg inn í hjónaherberginu því það er svo dimmt á kvöldin og á morgnanna þannig að við sleppum við að kaupa gardínur til að hafa yfir þangað til í maí c.a.

Vonandi eruð þið jafn vandræðalega spennt fyrir þessum gardínum eins og ég!
Það hafa margir verið að biðja mig um link þegar ég hef sýnt þær á mínu snappi þannig að núna verður æði að geta bent fólki á þessa færslu 🙂

Ég ætla að sýna þær almennilega á Fagurkera snappinu í dag! Svo þið getið séð líka “live.”
Notendanafn Fagurkera á Snapchat er einfaldlega “Fagurkerar” 🙂

Langar að bæta einu við: ég hef fengið ábendingu um að svipaðar gardínur fást hjá Rúmfatalagernum, þá ódýrar. Ég var að skoða aðrar búðir hérna heima sem sérhæfa sig í gardínum og þar voru þær svona dýrar. Við byrjuðum á því að kaupa okkur myrkrunargardínur í Rúmfó en glugginn okkar var einn t.d. 137 cm þannig að við keyptum 140 cm gardínur sem við héldum að myndu passa, en svo var ekki. Þannig að við þurftum að saga og klippa þær til og á endanum skiptum við yfir í þessar frá Ali því þetta kom eitthvað kjánalega út. Þannig að ég mæli alveg með því að prufa þessar úr Rúmfó en þar sem ég pantaði hjá Ali framleiða þeir nákvæmlega eftir lengd og breidd þannig að maður er að fá þær sérsniðnar 🙂

tt

You Might Also Like