Bakstur Hanna Þóra

Æðislegar Belgískar vöfflur- Uppskrift

 Belgískar vöfflur
Æðislegar með sunnudagskaffinu, á brunch hlaðborðið eða í afmælisveisluna

 

17303_10152783136173008_7091981636182747501_n

Belgískar vöfflur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og mínum og eru þær töluvert frábrugnar hinum hefðbundnu vöfflum sem allir þekkja.
Ég kalla þessar vöfflur stundum dekurvöfflur þar sem maður þarf að hafa aðeins fyrir þeim við baksturinn en það er vel þess virði þegar maður smakkar 🙂

Uppskrift:
( Um 15-16 vöfflur)

2 Bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

4 stór egg skilin( rauður og hvítur settar í sitthvora skálina)
2 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

4 msk smjör brætt

2 bollar mjólk

 

Aðferð :

  •  Byrja á að finna til 3 skálar, ein hrærivélaskál og tvær venjulegar bakstursskálar

 

  • Skál 1 : Þeyta eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar

 

  • Skál 2 : Sigta hveitið, lyfitduftið og saltið saman

 

  • Skál 3 : Eggjarauðurnar þeyttar í hrærivélinni ásamt sykrinum þar til þær eru orðnar ljósar á lit. Bæti vanilludopum,mjólk og smjörinu saman við og blanda vel

 

  • Öllu úr skál 2 bætt útí skál 3 og það hrært saman en passa að hræra ekki of lengi!

 

  • Þegar blandan er klár er eggjahvítunum bætt útí deigið mjög rólega og hrært í með sleikju.
  • Við viljum fá lítil hvít eggjahvítuský um allt deig, það er leynigaldurinn til að fá stökkar og góðar belgískar vöfflur

 

195085.550358d75b4ac
Þetta er belgíska vöfflujárnið sem ég á og fékk í jólagjöf frá mömmu eitt árið, sniðug hugmynd á óskalistann fyrir jólin eða afmæli.

17303_10152783136173008_7091981636182747501_n

Svona líta þær út þegar þær eru tilbúnar, himneskar 🙂

13942352_10153793858108008_739612508_n
Persónulega finnst mér þær bestar með rjóma og karamellusósu, en það er einnig tilvalið að vera með ís, sultur, nutella, ber eða aðra ávexti á boðstólum til að setja ofaná vöfflurnar

13900742_10153793858978008_2117555092_n
Þessi sósa frá Gestus er í algeru uppáhaldi og er ein sú besta sem ég hef smakkað af þeim sósum sem maður getur keypt tilbúnar útí búð,  ég kaupi þessa í Krónunni.

Vöfflunar er svo snilld að frysta og skella í brauðristina eftir þörfum, ýmist í morgunmat um helgar eða þegar gestir koma.

HannaHönnukökur og skreytingar

 

You Might Also Like